Vill greina svigrúm banka

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti víðtækar aðgerðir fyrir helgi.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti víðtækar aðgerðir fyrir helgi. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist vera til í að skoða það svigrúm sem bankarnir hafa til afskrifta. Hún sagði það hins vegar ljós að einnig verði að skoða svigrúm Íbúðarlánasjóðs og lífeyrissjóðanna sem þoli ekki miklar afskriftir. Hún sé þó hlynnt því að greina svigrúmið, enda komi þá i ljós að ekki sé svigrúm til almennra afskrifta.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, spurði forsætisráðherra hvort hún væri til í að taka í sáttarhönd og beina því til efnahags- og skattanefndar að finna þverpólitíska sátt, fara yfir hvaða lausnir eru í boði fyrir almenning, skoða allar hugmyndir þingmanna.

Jóhanna sagði að ef hún væri að tala um svigrúm bankanna tæki hún jákvætt í það. Hins vegar verði þingmenn að átta sig á að viðtæk úrræði séu þegar komin fram, bæði fyrir þau heimili sem eru komin í vanda en einnig þau sem stefni í vanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert