Ásókn í göngu á Fimmvörðuhálsi

Ásókn og skráningar í gönguferðir yfir Fimmvörðuháls hafa aukist til muna eftir að gjósa tók þar um helgina.

Fimmvörðuhálsinn er meðal vinsælustu gönguferða landsins en áætlað er að alla vega 3000 manns gangi þar yfir á ári hverju. Ferðaskipuleggjendur bíða því að vonum spenntir eftir því að sjá hvernig gosið á hálsinum muni þróast á næstu vikum og mánuðum. En hvernig svo sem þróunin verður er ljóst að gönguleiðin muni breytast á þeim kafla sem gossprungan liggur og hraunflæði breytir landslaginu
 
Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, á þó ekki von á miklum breytingum á starfseminni í skála félagsins á Fimmvörðuhálsi eða í Básum í Þórsmörk, alla vega ekki miðað við gosið eins og það er núna. Þvert á móti á hann jafnvel von á aukinni aðsókn til að skoða þær breytingar sem hafi orðið á landslaginu.

Sömuleiðis virðst gosið ekki valda þeim sem hyggja á gönguferð á svæðinu áhyggjum því stöðugar bókanir hafa verið í gönguferðir yfir Fimmvörðuháls síðustu daga. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert