Fallist á útburðarbeiðni bankans

Fall­ist var á beiðni Ari­on banka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag að kona á fimm­tugs­aldri yrði bor­in út úr íbúð í Reykja­vík en bank­inn eignaðist hús­næðið á nauðung­ar­upp­boði fyr­ir rúmu ári síðan. Beiðni bank­ans barst héraðsdómi í sept­em­ber í fyrra.

Fram kem­ur í aðfar­ar­beiðni og gögn­um máls­ins að Ari­on banki keypti íbúðar­hús­næðið á nauðung­ar­sölu þann 10. mars 2009 en kon­an var þing­lýst­ur eig­andi og upp­boðsþoli.

Seg­ir í grein­ar­gerð kon­unn­ar að hún hafi átt í fjár­hagserfiðleik­um á ár­inu 2008 og lent van­skil­um með af­borg­an­ir af fast­eign sinni. Ýmis­legt hafi spilað þar inn í, m.a. at­vinnum­iss­ir henn­ar og erfiður skilnaður. Hún hafi einnig átt við veru­legt áfeng­is­vanda­mál að etja og farið í meðferð hjá SÁÁ vegna þess. Hún hef­ur hins­veg­ar ekki snert áfengi nú í rúmt ár.

Bank­inn gerði  fjár­nám í fast­eign­inni 28. janú­ar 2009. Í kjöl­farið hafi verið farið fram á nauðung­ar­sölu lauk henni þann 10. mars 2009. Mál­inu hafi verið frestað nokkr­um sinn­um fyr­ir dómi þar sem samn­ingsum­leit­an­ir hafi farið fram milli aðila um hvort kon­an gæti tekið við fast­eign­inni á nýj­an leik og greitt af skuld­um. Hún seg­ist hafa unnið mikið í sín­um mál­um og ef tekj­ur henn­ar og son­ar henn­ar, sem bauðst til að ger­ast meðskuld­ari henn­ar, eru lagðar sam­an þá stand­ist þau greiðslu­mat hjá bank­an­um.

Sam­kvæmt 78. gr. aðfar­ar­laga get­ur héraðsdóm­ari úr­sk­urðað að full­nægt verði með aðfar­ar­gerð rétti manns sem hon­um er aftrað að neyta og sem hann tel­ur sig eiga og vera svo ljós­an, að sönn­ur verði færðar fyr­ir þeim með gögn­um, sem aflað verður sam­kvæmt 83. gr. lag­anna. Héraðsdóm­ari skal að jafnaði hafna aðfar­ar­beiðni, ef var­huga­vert verður talið að gerðin nái fram að ganga á grund­velli þeirra sönn­un­ar­gagna, sem heim­ilt er að afla.

Í úr­sk­urði dóm­ara um hvort bein aðfar­ar­gerð fái fram að fara skal leysa úr ágrein­ingi um umráðarétt en eigi skal slá föstu neinu um hugs­an­leg­an bóta­rétt, heim­ild til rift­un­ar eða eign­ar­rétt aðila. Þá er eigi gerð sú krafa að sýnt sé fram á að rétt­indi gerðarbeiðanda séu í hættu.

Ari­on banki keypti um­rædda fast­eign á nauðung­ar­sölu 10. mars 2009.  Fyr­ir ligg­ur að kon­an býr ennþá í eign­inni þrátt fyr­ir að sam­kvæmt lög­um þá hafi Ari­on banki átt að fá eign­ina til umráða dag­inn sem hann eignaðist hana eða fyr­ir rúmu ári síðan.

Seg­ir í niður­stöðu dóm­ara að ljóst sé að kon­an hafi reynt að ná sam­komu­lagi við bank­ann um áfram­hald­andi bú­setu henn­ar í eign­inni en sam­komu­lag þar um hef­ur ekki náðst. Því er bú­seta henn­ar þar í óþökk eig­anda. Það er niðurstaða dóm­ara að bera skuli kon­una út ásamt öllu því sem henni til­heyr­ir,  úr fast­eign­inni sem er í eigu Ari­on banka.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert