Fer ekki í sérframboð

Gunnar Ingi Birgisson
Gunnar Ingi Birgisson Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hyggur ekki á sérframboð í vor heldur vinna áfram með Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram á fréttavefnum Pressunni.

Gunnar lenti í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í febrúar, en hann stefndi á 1. sætið. Því sæti náði Ármann Kr. Ólafsson.

Í samtali við Pressuna segist hann vera á móti sérframboðum. Hann var kjörinn aftur inn í bæjarráð Kópavogs í dag eins og um var samið eftir að hann vék úr bæjarstjórn.

Mbl.is náði ekki tali af Gunnari í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert