Fylgdust með fréttum af gosinu alla nóttina

Jóel, Bjarki, Ívar og Eygló segja að allir í skólanum …
Jóel, Bjarki, Ívar og Eygló segja að allir í skólanum séu frekar spenntir yfir eldgosinu í sveitinni. Morgunblaðið/Una

„Ég var bara nýfarinn að sofa. Svo vaknaði ég við að bróðir minn kom og sagði að það væri komið eldgos. Ég trúði þessu nú ekkert alveg strax,“ segir Bjarki H. Björgvinsson sem er 13 ára gamall og býr í Vorsabæ í Austur-Landeyjum, á rýmingarsvæði almannavarna.

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var eins og gefur að skilja heitasta umræðuefnið í Hvolsskóla á Hvolsvelli í gær, enda voru nemendurnir flestir rifnir upp af værum blundi aðfaranótt sunnudags, ýmist til að yfirgefa heimili sín eða til að taka á móti ættingjum sem þurftu að yfirgefa hættusvæðið.

Á Hvolsvelli var sérkennileg stemning þessa nótt og daginn eftir að sögn krakkanna, sem skynjuðu titring í loftinu og spjölluðu heilmikið sín á milli um gosið enda óvanalegt að allir sveitakrakkarnir væru samankomnir í bænum um helgi. „Þetta var mjög skrýtið, það var fullt af fréttamönnum út um allt,“ segir Bjarki. „Það voru þrír til fjórir bílar við hvert hús og fullt af fólki á ferðinni þegar maður var að keyra úr sveitinni um nóttina,“ bætir Eygló við.

Sjá nánar samtöl við skólabaörnin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert