Gagnrýndi SA fyrir ábyrgðarleysi

„Það get­ur ekki verið að at­vinnu­lífið sé svo ábyrgðarlaust að það fylgi for­ystu sinni  að máli að það fórni gríðarleg­um hags­mun­um fyr­ir nokk­ur hundruð tonn af skötu­sel. Mál­flutn­ing­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er fyr­ir­slátt­ur, um kerfi sem mik­ill meiri­hluti Íslend­inga er á móti,“ sagði Ró­bert Mars­hall, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, á þingi í dag.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa stuðlað að ósætti við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins  vegna skötu­sels­máls­ins. Sagði hann rík­is­stjórn­ina full­kom­lega ábyrgðarlausa. Ásakaði hann for­sæt­is­ráðherra fyr­ir að skrökva til um það að það kæmi henni á óvart að stöðug­leika­sátt­mál­an­um yrði sagt upp vegna skötu­sels­máls­ins.

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, gerði at­huga­semd við að for­seti alþing­is hefði ekki gert at­huga­semd við um­mæli Guðlaugs Þórs um for­sæt­is­ráðherra. Sagði hún viðbrögð SA und­an­leg við skötu­sels­mál­inu. Benti hún á að í frum­varp­inu væru mik­il­væg atriði á borð við auk­in veiði- og vinnslu­skylda sem skipti miklu máli fyr­ir upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins. Sagði hún ljóst að SA hefði mik­illa hags­muna að gæta af stöðug­leika­sátt­mál­an­um. „Þessi viðbrögð eru óá­byrgð og út úr öllu korti,“ sagði Ólíka og skoraði á SA að ganga fram af sam­fé­lags­legri ábyrgð til þess að end­ur­reisa at­vinnu­lífið og lífs­kjör­in í land­inu.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að sýna ekki sam­stöðu og fyr­ir­hyggju með ákvörðun sinni um skötu­sels­málið. Sagði hann rangt að LÍÚ gangi fram með offorsi. „Stöðug­leika­sátt­mál­inn átti að standa vörð um at­vinnu­mál­in, hrinda átti öll­um hindr­un­um úr vegi í tengsl­um við upp­bygg­ingu Helgu­vík­ur, síðan einka­sjúkra­húsið og nú ECA. Hvar er stöðug­leik­inn? Ekki ein­ustu er þetta kyrr­stöðusátt­máli held­ur för­um við hratt aft­ur á bak.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert