Gert er ráð fyrir því að mikill flúor sé í ösku eldgossins við Eyjafjallajökul, þótt enn hafi ekki verið gerðar rannsóknir á sýnum. Það sýnir reynslan úr þekktum gosum í jöklinum.
Yfirdýralæknir hvetur bændur og aðra búfjáreigendur til að fylgjast grannt með öskufalli og sjá um að koma skepnum inn en tryggja annars að þær hafi hreint drykkjarvatn og nægt og gott fóður.
Algengustu vandamálin við öskufall eru hins vegar eiturárhrif, bæði til skamms tíma og langs, eins og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vekur athygli á. Þau stafa yfirleitt af flúor sem getur valdið kalkskorti í blóði en einnig eru þekkt fleiri eiturefni í ösku.
Halldór hvetur bændur og aðra búfjáreigendur til að fylgjast vel með öskufalli, til dæmis með því að setja út hvítan disk eða hvítan klút.
Sjá nánari umfjöllun um þetta í Morgunblaðinu í dag.