Hrafnseyrarheiði ófær

Veg­ir eru auðir um allt sunn­an­vert landið, frá Höfn og vest­ur á Snæ­fells­nes. Á Vest­fjörðum er orðið ófært yfir Hrafns­eyr­ar­heiði. Óveður og snjóþekja er á Stein­gríms­fjarðar­heiði, óveður á Kletts­hálsi og Hálf­dáni, hálku­blett­ir eru á fjall­veg­um, snjóþekja í Ísa­fjarðar­djúpi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Á Norðvest­ur­landi er hálka og skafrenn­ing­ur á Öxna­dals­heiði, Hálka og óveður á Siglu­fjarðar­vegi og hálku­blett­ir á Þver­ár­fjalli, óveður er í Blöndu­hlíð aðrar leiðir eru greiðfær­ar. Á Norðaust­ur­landi er hálka, hálku­blett­ir og élja­gang­ur á flest öll­um leiðum, snjóþekja og élja­gang­ur frá Kópa­skeri í Þórs­höfn.

Á Aust­ur­landi er þung­fært um Fjarðar­heiði, hálka og skafrenn­ing­ur er á Möðru­dals­ör­æf­um, snjóþekja og skafrenn­ing­ur á Vopna­fjarðar­heiði. Snjóþekja í Fagra­dal, Odds­skarði og með strönd­inni í Höfn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert