Grzegorz Dabrowski er einn fjölmargra Pólverja sem búa og starfa á Hvolsvelli, en hann vinnur hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Grzegorz var vakinn með símtali aðfaranótt sunnudags og fékk þá að heyra af gosinu. Hans fyrsta verk var þá að fara á vefinn, á fréttasíður, s.s. mbl.is, til að fá betri mynd af því hvað væri að gerast.
Að sögn Grzegorz hringdu Pólverjar á Hvolsvelli töluvert sín á milli til að skiptast á upplýsingum. „Það var svolítið stress, en það voru allir undirbúnir og við vissum að Hvolsvöllur verður ekki Pompei norðursins.“
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.