Litlar breytingar á gosinu

Gígur hefur hlaðist upp á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi.
Gígur hefur hlaðist upp á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. mynd/Þór Kjartansson

Gosórói hefur verið svipaður á Fimmvörðuhálsi í dag og í gær. Inn á milli hafa komið sterkari hviður og kom ein öflug um sjöleytið í morgun. Frá miðnætti hefur rúmlega tugur jarðskjálfta mælst undir Eyjafjallajökli og eru þeir allir minni en 2 að stærð. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er dagurinn í dag tíðindalítill varðandi eldgosið og jarðskjálfta en almannavarnanefnd lögreglustjórans á Hvolsvelli fundar með vísindamönnum kl. 16 í dag. Ekki hefur verið flogið yfir eldstöðvarnar í dag vegna veðurs.   

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð 14 hefur verið virkjuð allan sólarhringinn frá því að gos hófst í Eyjafjallajökli og verður það enn um sinn.  Stöðug vöktun er með jöklinum í samstarfi við almannavarnir í umdæminu og vísindamenn.  Vísindamannafundur var haldinn í Samhæfingarstöðinni kl. 11.30 dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert