Neitað um farsímasendi

Frá Dyrhólaey.
Frá Dyrhólaey. Jónas Erlendsson

Umhverfisstofnun hefur synjað beiðni Vodafone um að setja upp loftnet fyrir GSM-símasamband í Dyrhólaey og hefur Vodafone kært þá ákvörðun til Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir mjög bagalegt að geta ekki styrkt farsímasamband á þessu svæði, sem skilgreina má sem hættusvæði í þeim náttúruhamförum sem eru í gangi við Eyjafjallajökul.

Að sögn Hrannars hefur farsímasamband í Reynishverfi og í Reynisfjöru verið mjög slæmt í kerfi allra símafyrirtækjanna. Langbesti staðurinn til að veita þá þjónustu sé í Dyrhólaey.

Í niðurstöðu Umhverfisstofnunar segir m.a. að sjónræn áhrif fjarskiptabúnaðarins í Dyrhólaey verði veruleg og mastur hafi að auki áhrif á ásýnd friðlandsins.

Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert