Neitað um farsímasendi

Frá Dyrhólaey.
Frá Dyrhólaey. Jónas Erlendsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur synjað beiðni Voda­fo­ne um að setja upp loft­net fyr­ir GSM-síma­sam­band í Dyr­hóla­ey og hef­ur Voda­fo­ne kært þá ákvörðun til Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra.

Hrann­ar Pét­urs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, seg­ir mjög baga­legt að geta ekki styrkt farsíma­sam­band á þessu svæði, sem skil­greina má sem hættu­svæði í þeim nátt­úru­ham­förum sem eru í gangi við Eyja­fjalla­jök­ul.

Að sögn Hrann­ars hef­ur farsíma­sam­band í Reynis­hverfi og í Reyn­is­fjöru verið mjög slæmt í kerfi allra síma­fyr­ir­tækj­anna. Lang­besti staður­inn til að veita þá þjón­ustu sé í Dyr­hóla­ey.

Í niður­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar seg­ir m.a. að sjón­ræn áhrif fjar­skipta­búnaðar­ins í Dyr­hóla­ey verði veru­leg og mast­ur hafi að auki áhrif á ásýnd friðlands­ins.

Sjá nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert