Óbreytt staða í gosinu

Steinunn Jakobsdóttir, Víðir Reynisson, Kjartan Þorkelsson og Magnús Tumi Guðmundsson …
Steinunn Jakobsdóttir, Víðir Reynisson, Kjartan Þorkelsson og Magnús Tumi Guðmundsson ræða við blaðamenn. Ómar Óskarsson

Engar nýjar ákvarðanir voru teknar á fundi almannavarna í kvöld. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir að á fundinum hafi komið fram hjá vísindamönnum að staðan í gosinu sé óbreytt. Áfram verði fylgst náið með framvindun gossins.

Á morgun verður haldinn fundur á Hvolsvelli þar sem íbúar verði upplýstir um stöðu mála og þær öryggisaðgerðir sem gripið hefur verið til.

Mælingar sem vísindamenn gerðu í dag á stærð hraunsins sem runnið hefur benda til þess að hraunið þeki núna 0,4 ferkílómetra og hefur svæðið stækkað úr um 0,1 ferkílómetrum síðan í gær. Þessar mælingar eru byggðar á myndum sem teknar voru úr flugvél Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert