Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tekur hún við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur mannréttindafræðingi, sem gegnt hefur stöðunni sl. 6 ár.
Margrét lauk kandídatsprófi í lögfræði frá HÍ árið 1993. Áður en Margrét tók við stöðu framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar starfaði hún sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss frá 1. janúar 2009 til 30. nóvember sama ár og sem lögfræðingur hússins frá júní 2004. Margrét hefur m.a. unnið hjá Lögbirtingablaði og Stjórnartíðindum, Ríkisskattstjóra og Persónuvernd, samkvæmt tilkynningu.