Ræddi skuldastöðu heimilanna

Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi.
Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi. mbl.is/Golli

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, gerði skuldir heimilanna að umtalsefni í upphafi þingfundar í dag.

„Mörg þúsund heimili ná því miður ekki endum saman og margar fjölskyldur eru að ganga á áralangan sparnað sem nú fer þverrandi,“ sagði Birkir Jón og minnti á að Framsóknarmenn hefði talað fyrir því nú í á annað ár að bæta þyrfti skuldastöðu íslenska heimila með skuldaleiðréttingu. Sagði hann það því fagnaðarefni að efnahags- og skattanefnd hafi tekið þetta mál til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert