Rannsókn á skuldastöðu heimila

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra mbl.is/Ómar

Sam­kvæmt nýju frum­varpi Gylfa Magnús­son­ar efna­hags- og viðskiptaráðherra um rann­sókna á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila verður hrint af stokk­un­um víðtækri rann­sókn á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila í ljósi aðstæðna í sam­fé­lag­inu. 

Rík­is­stjórn­in samþykkti í morg­un að vísa til þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna og Alþing­is tveim­ur frum­vörp­um efna­hags- og viðskiptaráðherra til laga. Þau eru frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög sem fjall­ar um  vernd minni­hluta hlut­hafa og frum­varp til laga um rann­sókn á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila, sem legg­ur til að ráðherra  verði heim­ilt að að hleypa af stokk­un­um víðtækri rann­sókn á fjár­hags­stöðu heim­ila og áhrif­um úrræða í skulda­mál­um.

Víðtæk rann­sókn á stöðu heim­il­anna og áhrif­um aðgerða

Sam­kvæmt frum­varpi ráðherra um rann­sókna á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila verður hrint af stokk­un­um víðtækri rann­sókn á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila í ljósi aðstæðna í sam­fé­lag­inu.  Á síðasta ári vann Seðlabanki Íslands rann­sókn á stöðu heim­il­anna.  Þar sem bank­inn hef­ur ákveðið að halda þeirri vinnu ekki áfram lagði efna­hags- og viðskiptaráðherra fram til­lögu í rík­is­stjórn um að ráðuneytið myndi skipu­leggja nýrri rann­sókn sem haldið verður áfram í 1-2 ár. Þess­ari rann­sókn er ætlað að styðja mat á áhrif­um úrræða til stuðnings skuld­sett­um heim­il­um og alla ákv­arðana­töku op­in­berra aðila á þessu sviði.

Mark­mið lag­anna er að tryggja ráðuneyt­inu aðgang að þeim upp­lýs­ing­um sem nauðsyn­leg­ar eru til að greina skuld­ir heim­il­anna.  All­ar upp­lýs­ing­ar verða gerðar óper­sónu­grein­an­leg­ar og ekki verður um  var­an­legt gagna­safn að ræða.  Gert er ráð fyr­ir að viðvar­andi  söfn­un upp­lýs­inga geti staðið yfir í allt að 1-2 ár og að allri úr­vinnslu verði lokið inn­an þriggja ára hið mesta.

Ráðuneytið ger­ir ráð fyr­ir því að hrinda rann­sókn­inni af stað um leið og frum­varpið er orðið að lög­um og að fyrstu niður­stöður liggi fyr­ir eins fljótt og auðið er.

Auk­in vernd minni­hluta í hluta­fé­lög­um og einka­hluta­fé­lög­um

Til­gang­ur laga­frum­varps­ins um breyt­ing­ar á lög­um um hluta­fé­lög og lög­um um einka­hluta­fé­lög er að styrkja vernd minni­hluta og veita valdi meiri­hlut­ans mót­vægi.  Hlut­hafi get­ur nú kraf­ist þess að fé­lagið inn­leysi hlut hans til þess að hon­um verði kleift að losna úr fé­lag­inu ef t.d. stjórn eða fram­kvæmda­stjóri fé­lags hef­ur brotið gegn hags­mun­um fé­lags­ins, ann­ar hlut­hafi hef­ur mis­beitt áhrif­um sín­um eða djúp­stæður og langvar­andi ágrein­ing­ur hef­ur risið milli hlut­haf­ans og annarra hlut­hafa.  Tak­mörkuð er heim­ild stjórn­ar í hluta­fé­lög­um þar sem hlut­ir hafa verið tekn­ir til viðskipta á verðbréfa­markaði  til þess að ákveða fjár­hæð sem fé­lagið má reiða fram sem end­ur­gjald fyr­ir kaup­um á eig­in hlut­um eða verð við sölu.

Einnig verður hlut­höf­um heim­ilt að hafa með sér ráðgjafa á hlut­hafa­fundi og hafa þeir mál­frelsi.  Þá er rýmkuð heim­ild til að krefjast auka­fund­ar, þannig að nú þarf aðeins at­kvæði þeirra sem eiga 5% hluta­fjár til að fara fram á fund. Önnur ákvæði frum­varps­ins taka meðal ann­ars til upp­lýs­inga­skyldu stjórna og leng­ingu á lág­marks­fresti til boðunar hlut­hafa­funda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert