Fjögur norsk skip hafa undanfarið landað hrognaloðnu úr Barentshafi á Fáskrúðsfirði og það fimmta er væntanlegt á miðvikudag.
Í nógu hefur verið að snúast hjá starfsfólki Loðnuvinnslunnar við að skera loðnu, hreinsa og frysta hrogn og var skólafólk m.a. við hrognavinnslu um helgina.
„Hér hefur verið líflegt undanfarið og auk heimamanna hefur hér verið fólk frá Eskifirði, Reyðarfirði og Stöðvarfirði,“ sagði Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, í gær. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, kæling í þessum nýju skipum er mjög góð og hrognin eru úrvalsafurð, sem fer á Japan og Rússland.“
Sjá nánari umfjöllun um þetta málí Morgunblaðinu í dag.