Sódómu lokað vegna reykskemmda

Frá slökkvistarfinu í morgun.
Frá slökkvistarfinu í morgun. mbl.is/Júlíus

Reyk­skemmd­ir urðu á tón­leik­astaðnum Sódómu Reykja­vík við Tryggvagötu í morg­un vegna elds­ins, sem logaði í skemmti­staðnum Batte­rí­inu í næsta húsi. Verður Sódóma því lokuð næstu daga á meðan er að þrif­um og við að yf­ir­fara tækja­búnað.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sódómu, að staður­inn hafi sloppið  við bein­ar bruna- og vatns­skemmd­ir og þá séu reyk­skemmd­irn­ar ekki tald­ar vera al­var­leg­ar.  Fyr­ir­huguðum tón­leik­um, sem áttu að vera um næstu helgi verða fundn­ar aðrar dag­setn­ing­ar við fyrsta tæki­færi og hef­ur viðkom­andi tón­leika­höld­ur­um verið til­kynnt þetta.

Til­kynnt var um eld­inn í Batte­rí­inu á sjö­unda tím­an­um í morg­un og var allt til­tækt slökkvilið ásamt lög­reglu kallað á svæðið. Slökkvistarf gekk vel. Nokk­ur hætta var á gasspreng­ing­um vegna gaskúta sem oft leyn­ast við skemmti­staði en tókst að forða þeim.

Lög­regla hef­ur ekki viljað tjá sig um hugs­an­leg elds­upp­tök en talið er að eld­ur­inn hafi kviknað á efri hæð húss­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert