Stefnt að breytingu á fánalögum í vor

Íslenski fáninn
Íslenski fáninn

Drög að frum­varpi um breyt­ing­ar á fána­lög­um eru til­bú­in í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og vinnsla þess á loka­stigi, að því seg­ir í skrif­legu svari Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, við fyr­ir­spurn Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks. Stefnt er að því að leggja frum­varpið fram á Alþingi inn­an tíðar.

Siv spurði hvað liði boðuðu frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á lög­um um þjóðfána Íslend­inga og rík­is­skjald­ar­merkið, nr. 34/​1944, sem leggja átti fyr­ir Alþingi haustið 2009 sam­kvæmt þing­mála­skrá.

Í svari Jó­hönnu kem­ur fram að von­ir standi til þess að það verði af­greitt sem lög frá Alþingi fyr­ir þing­frest­un í vor. Frum­varpið var kynnt rík­is­stjórn­inni fyr­ir liðna helgi.

Á vefsvæði Bænda­blaðsins seg­ir að Bænda­sam­tök Íslands hafi beðið af­greiðslu máls­ins frá hausti 2008, en þá sóttu þau um leyfi til að nota ís­lenska fán­ann til upp­runa­merk­inga á ís­lensk­um land­búnaðar­vör­um.

Einnig seg­ir að vinna við verk­efnið sé vel á veg kom­in, það hafi verið kynnt helstu afurðafyr­ir­tækj­um og mótaðar hafi verið regl­ur um notk­un merk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert