Þak fauk af hlöðu og fjósi

Þakið fauk af fjósi og hlöðu á Eystra Skagnesi í …
Þakið fauk af fjósi og hlöðu á Eystra Skagnesi í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þak fauk af hlöðu og fjósi á bænum Eystra Skagnesi í Mýrdal í gærkvöldi en þá gerði vitlaust veður. Björgunarsveitin Víkverji í Vík hreinsaði til við húsin í morgun og var einnig kölluð að bænum Mosum í Mýrdal þar sem þakplötur voru byrjaðar að losna.

Að sögn Grétars Einarssonar, varaformanns Víkverja, er mjög hvasst í Mýrdal þessa stundina.

Björgunarsveitarmenn festu í morgun þakplötur á útihúsum á Mosum.
Björgunarsveitarmenn festu í morgun þakplötur á útihúsum á Mosum. mbl.is/Jónas
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert