Vilja að skötuselslög verði afnumin

Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Vilmundur Jósefsson og Vilhjálmur Egilsson …
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Vilmundur Jósefsson og Vilhjálmur Egilsson á fundi í Stjórnarráðinu í dag.

Formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) seg­ir það ófrá­víkj­an­lega kröfu sam­tak­anna, að svo­nefnd skötu­sels­lög, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, verði dreg­in til baka. Sam­tök­in segj­ast líta svo á, að rík­is­stjórn­in hafi með þess­ari laga­setn­ingu slitið stöðug­leika­sátt­mál­an­um, sem gerður var í fyrra.

„Okk­ur var gef­inn sel­biti," sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á blaðamanna­fundi í dag þar sem þeir gerðu grein fyr­ir af­stöðu SA til máls­ins.

Sagði Vil­hjálm­ur að skötu­sels­málið snér­ist um tvö grund­vall­ar­mál. Í fyrsta lagi hefði Alþingi allt í einu veitt heim­ild til að of­veiða eina fiski­teg­und 80% um­fram ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar en SA væru fylgj­andi því að farið verði að ráðgjöf fiski­fræðinga. 

Í öðru lagi væri með lög­un­um verið að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu, sem fæl­ust í því að selja ætti fisk­veiðikvót­ann en lög­in gera ráð fyr­ir því að viðbót­arkvóta í skötu­sel verði út­hlutað gegn gjaldi. Sagði Vil­hjálm­ur, að út­gerðir hefðu tekið á sig kvóta­skerðingu þegar illa gekk en ættu ekki sam­kvæmt þessu ekki að njóta þess þegar bet­ur áraði.

Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður SA, sagði að það væri ófrá­víkj­an­leg krafa sam­tak­anna að skötu­sels­lög­in verði dreg­in til baka. Á blaðamanna­fund­in­um taldi hann upp mörg dæmi um vanefnd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar á stöðug­leika­sátt­mál­an­um og sagði að skötu­sels­málið væri kornið sem fyllti mæl­inn og varð til þess að SA sagði sig frá sátt­mál­an­um.

Aðspurður hvort sam­starfið myndi stranda á skötu­sels­lög­un­um ef bætt yrði úr öðrum vanefnd­um, svaraði Vil­mund­ur ját­andi og bætti við að það hlyti að vera hægt að koma skötu­sels­mál­inu í sáttafar­veg. Vil­hjálm­ur sagði, að þetta væri álita­mál, sem hann myndi gjarn­an vilja standa frammi fyr­ir.

Þeir Vil­mund­ur og Vil­hjálm­ur hittu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, og Stein­grím J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, á fundi í dag þar sem rætt var umbréf, sem sam­tök­in sendu rík­is­stjórn­inni í gær­kvöldi en þar var þeirri skoðun lýst að rík­is­stjórn­in hefðu vísað SA út úr stöðug­leika­sátt­mál­an­um.

Vil­mund­ur sagði, að sam­tök­in myndu áfram vinna að öll­um hags­muna­mál­um at­vinnu­lífs­ins, sem rætt hefði verið um í stöðug­leika­sátt­mál­an­um, þrátt fyr­ir þessa stöðu, og þetta hefði ekki áhrif á þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í ýms­um fram­kvæmd­um og öðrum verk­efn­um sem þar er fjallað um.

„Þetta snýst ekki um hefnd," sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son. 

Heimasíða Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert