Ágreiningur um laxeldi í Arnarfirði

Frá Arnarfirði
Frá Arnarfirði Af vef Bæjarins besta

Jón Hákon Ágústsson, bæjarfulltrúi Vesturbyggð hefur sagt sig úr Bæjarmálafélaginu Samstöðu vegna ágreinings varðandi umsagnir í laxeldismálum í Arnarfirði.

Jón Hákon segist ætla að starfa áfram í bæjarstjórn og fylgja eigin sannfæringu við atkvæðagreiðslur út kjörtímabilið.

Listi Samstöðu er með meirihluta í bæjarststjórn Vesturbyggðar, en Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta.

Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Úlfar Thoroddsen, oddviti S-listans, samþykktu í bæjarstjórn umsögn um laxeldið í Arnarfirði til Skipulagsstofnunar þar sem lagt er til að umsóknin fari ekki í umhverfismat. Einn fulltrúi D-lista og Jón Hákon vildu að umsóknin færi í umhverfismat. Tveir fulltrúar S-listans í bæjarstjórn tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins þar sem þeir tengdust umsókninni.

Málið fer núna til Skipulagsstofnunar sem tekur endanlega ákvörðun um hvort umsóknin fer í umhverfismat.


„Fulltrúar Bæjarmálafélagsins Samstöðu í bæjarstjórn hafa ekki tekið til greina þær athugasemdir sem hagsmunaaðilar í Arnarfirði hafa sagt varðandi umhverfismat og útgáfu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á 200 tonna leyfum til laxeldis. Íbúar í Arnarfirði skiluðu inn undirskriftalista þar sem óskir þeirra um skilyrt leyfi til laxeldis voru ekki teknar til greina og lýtisvirtar af bæjarfulltrúum á 216. fundi Bæjarstjórnar. Jafnframt var það bókað að það væri ekki þörf á umhverfismati  til Skipulagsstofnunar varðandi umsöng  á 3000 tonna laxeldi, þvert á vilja hagsmunaaðila.
Þetta geri ég í fullu samráði við hluta kjósenda hér á Bíldudal og hef áfram fullan stuðning þeirra til áframhaldandi setu í bæjarstjórn,“ segir í yfirlýsingu frá Jón Hákon Ágústsson, bæjarfulltrúa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert