Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu

Eldsneytisverð er nokkuð sanngjarnt ef marka má upplýsingar af vefsvæðinu …
Eldsneytisverð er nokkuð sanngjarnt ef marka má upplýsingar af vefsvæðinu Benzinpriser.nu. JIM Smart

Eldsneytisverð er með því lægsta sem gerist ef tekið er mið af helstu löndum í Evrópu. Þetta kemur fram í tölvubréfi frá Olíuverzlun Íslands og vísað er til vefsvæðis sem heldur utan um eldsneytisverð. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæðinu er eldsneytisverð hæst í Noregi, 276,4 kr fyrir hvern lítra.

Í bréfi Olís er verðið á vefsvæðinu benzinpriser.nu uppreiknað miðað við gengi dönsku krónunnar, þ.e. 23.089, og gert ráð fyrir að bensínlítrinn hér á landi kosti 205,9 krónur.

Samkvæmt lista Olís er verðið sem fyrr segir hæst í Noregi en það sé einnig hærra í Hollandi, Danmörku, Belgíu, Finnlandi, Þýskalandi, Portúgal, Frakklandi, Svíþjóð, Ítalíu, Írlandi, Englandi og Slóvakíu. Það sé hins vegar lægst í Póllandi þar sem lítrinn kostar 192,3 krónur.

Listi Olís:

Noregur...................276,4 kr.

Holland....................267,1 kr.

Danmörk..................247,7 kr.

Belgía.......................247,5 kr.

Finnland...................240,8 kr.

Þýskaland................237,4 kr.

Portúgal...................234,8 kr.

Frakkland.................234,1 kr.

Svíþjóð.....................233,7 kr

Ítalía........................232,3 kr.

Írland......................219,8 kr.

England..................216,6 kr.

Slóvakía.................206,0 kr.

Ísland....................205,9 kr.

Tékkland................204,8 kr.

Ungverjaland.........203,4 kr.

Lúxemborg............197,9 kr.

Slóvenía................197,6 kr.

Spánn...................194,2 kr

Austurríki................193,7 kr.

Sviss......................192,6 kr.

Pólland..................192,3 kr.

Benzinpriser.nu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert