Framsókn boðar þjóðarsátt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins Kristinn Ingvarsson

Framsóknarflokkurinn ætlar á blaðamannafundi í dag að kynna hugmyndir sínar um þjóðarsátt með þátttöku allra stjórnmálaflokka um brýnustu verkefni sem ráðast verður í nú þegar.

Þingflokkur Framsóknarflokksins boðar blaðamenn á sinn fund klukkan 15:00 í dag þar sem hann ætlar að kynna aðgerðir til að losa um þá kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Að mati Framsóknarflokksins eru þær aðstæður nú uppi í þjóðfélaginu að nauðsyn er að allir flokkar sameinist og taki höndum saman við úrlausn þess bráða vanda sem heimili og fyrirtæki eru í," samkvæmt fréttatilkynningu frá þingflokknum.

Þar segir enn fremur að í byrjun árs 2009 hafi Framsóknarflokkurinn rofið kyrrstöðuna og aðgerðarleysið sem þá ríkti í íslenskum stjórnmálum.„Það var gert með tilboði um að verja minnihlutastjórn vantrausti gegn því að hún réðist í nokkur afmörkuð verkefni.

Nú ríkir á ný stöðnun í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkum hefur ekki auðnast að vinna saman að úrlausn vandamála enda þótt mörg þeirra varði grundvallarhagsmuni þjóðarinnar. Við þessar aðstæður leggur Framsóknarflokkurinn að nýju fram tillögur til að höggva á hnútinn," segir í fréttatilkynningu þingmanna Framsóknarflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert