Framsókn boðar þjóðarsátt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins Kristinn Ingvarsson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætl­ar á blaðamanna­fundi í dag að kynna hug­mynd­ir sín­ar um þjóðarsátt með þátt­töku allra stjórn­mála­flokka um brýn­ustu verk­efni sem ráðast verður í nú þegar.

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins boðar blaðamenn á sinn fund klukk­an 15:00 í dag þar sem hann ætl­ar að kynna aðgerðir til að losa um þá kyrr­stöðu sem nú rík­ir í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar.

Að mati Fram­sókn­ar­flokks­ins eru þær aðstæður nú uppi í þjóðfé­lag­inu að nauðsyn er að all­ir flokk­ar sam­ein­ist og taki hönd­um sam­an við úr­lausn þess bráða vanda sem heim­ili og fyr­ir­tæki eru í," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá þing­flokkn­um.

Þar seg­ir enn frem­ur að í byrj­un árs 2009 hafi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn rofið kyrr­stöðuna og aðgerðarleysið sem þá ríkti í ís­lensk­um stjórn­mál­um.„Það var gert með til­boði um að verja minni­hluta­stjórn van­trausti gegn því að hún réðist í nokk­ur af­mörkuð verk­efni.

Nú rík­ir á ný stöðnun í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Stjórn­mála­flokk­um hef­ur ekki auðnast að vinna sam­an að úr­lausn vanda­mála enda þótt mörg þeirra varði grund­vall­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar. Við þess­ar aðstæður legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að nýju fram til­lög­ur til að höggva á hnút­inn," seg­ir í frétta­til­kynn­ingu þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert