Hallarbylting í stjórnarráðinu

Rebekka Rán Samper.
Rebekka Rán Samper. Kristinn Ingvarsson

Rebekka Rán Samper var kjörin nýr formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir skemmstu. Hún felldi sitjandi formann með 66 atkvæðum gegn 13.

Fundurinn var mjög vel sóttur og kom þar fram veruleg óánægja með störf fyrrverandi stjórnar, ekki hvað síst aðgerðaleysi sem sýnt hefði verið þegar laun félagsmanna voru lækkuð í samræmi við ákvörðun stjórnvalda.

Vegna áskorana á fundinum bauð Rebekka Rán sig fram og í kjölfar sigurs hennar voru einnig kjörnir þrír nýir aðalmenn af fjórum í stjórn félagsins.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka