Kröftugt hraungos

Talsverður kraftur er í gosinu á Fimmvörðuhálsi og stíga eldsúlurnar tignarlega til himins úr gígnum, sem þar hefur myndast eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók nú laust fyrir klukkan 9. Hraun rennur úr gossprungunni og nær orðið yfir stórt svæði.

Að sögn Veðurstofunnar fór eldvirknin í Eyjafjallajökli hægt vaxandi í nótt. Það dró úr óróanum og hann jókst á víxl en þrír megintoppar greindust rétt fyrir miðnættið, um eittleytið og svo um fjögurleytið. 

Lögreglan á Hvolsvelli vill árétta að vegurinn inn á Emstrur fyrir innan Fljótsdal er lokaður vegna aurbleytu og sömuleiðis vegurinn í Tindfjöll. Þá er Þórsmerkurvegur lokaður við Stóru-Mörk bæði vegna aurbleytu og hættu sem getur stafað af hlaupum úr jöklinum. Vegurinn um Hamragarðaheiði er lokaður ásamt veginum upp á Fimmvörðuháls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert