„Mér finnst nefndarmenn vera hafðir að fíflum,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um vinnu nefndar sem er að skoða breytingar á fiskveiðistjórnkerfinu.
Árni er afar óánægður með lög um skötusel sem Alþingi hefur samþykkt. Hann segir að frumvarpið sé ekkert annað en „prufukeyrsla á fyrningarleið“.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, gagnrýnir stjórnvöld einnig harðlega fyrir lagasetninguna. Verið sé með „smáskammtalækningar“ á meðan ætlast sé til að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi vinni að því að finna sátt um breytingar á fiskveiðistjórnkerfinu. Hann segir að fulltrúar sambandsins muni þó taka þátt í störfum nefndarinnar eftir þessa lagasetningu.
Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.