Ögmundur segir RÚV brjóta áfengislög

Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn utan við Stjórnarráðið.
Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn utan við Stjórnarráðið. mbl.is/Ómar

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri grænna, spurði Pál Magnús­son, út­varps­stjóra, úr ræðustóli Alþing­is í gær „hvers vegna hann láti það viðgang­ast að dag­skrá, til dæm­is Kast­ljóss­ins, sé aft­ur og ít­rekað rof­in til þess að fremja það sem ég kalla í reynd lög­brot“. Vísaði hann til þess að í aug­lýs­inga­tím­um RÚV séu sýnd­ar áfengisaug­lýs­ing­ar.

Fyrsta umræða um frum­varp til breyt­inga á áfeng­is­lög­um fór fram á Alþingi í gær en Ögmund­ur er fyrsti flutn­ings­maður. Frum­varpið geng­ur út á að banna aug­lýs­ing­ar á vör­um með sömu merkj­um eða ein­kenn­um áfengis­teg­unda. Málið hef­ur fimm sinn­um áður verið lagt fram en ekki fengið af­greiðslu.

Ögmund­ur sagði mjög gagn­rýni­vert að „fjöl­miðlar skuli leyfa óprúttn­um fram­leiðend­um og söluaðilum að fara fram­hjá lög­un­um og nýta sér þá glufu sem er í þess­ari lög­gjöf“. Því næst beindi hann spurn­ingu sinni til út­varps­stjóra og sagði RÚV sýna aug­lýs­ing­ar þar sem ein­stak­ling­um séu á bjórþambi, og það gangi þvert á anda lag­anna.

„Nú hef­ur Sjón­varpið og ekki síst Kast­ljósið sýnt okk­ur að það er afar sómakært, eða vill vera sómakært, hvað áfeng­isneyslu áhrær­ir og ég spyr, er nú ekki kom­inn tími til að sýna þann sóma í verki, hátt­virt­ur út­varps­stjóri Páll Magnús­son?“

Horf­ir til norskr­ar lög­gjaf­ar

Ögmund­ur sagðist hafa spurt fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra sömu spurn­ing­ar og fengið þau svör að fjöl­miðlar gætu í reynd ekki rit­skoðað aug­lýs­ing­ar ef bók­staf­ur lag­anna er ekki brot­inn.

Ögmund­ur sagðist hafa orðið var við að þing­menn séu al­mennt hon­um sam­mála um það meg­in­sjón­ar­mið að regl­urn­ar eigi að vera skýr­ar. Hann vísaði þá í skýrslu sem unn­in var á veg­um rík­is­lög­reglu­stjóra um áfengisaug­lýs­inga árið 2001. Í henni er bent á að í Nor­egi taki bann við áfengisaug­lýs­ing­um einnig til aug­lýs­inga á vör­um með sömu merkj­um eða ein­kenn­um.

Í skýrsl­unni seg­ir m.a.: „Það sem vek­ur sér­staka at­hygli við norsku lög­gjöf­ina er áhersl­an sem lögð er á að menn geti ekki kom­ist fram hjá bann­inu með því að aug­lýsa vöru sem heim­ilt er að aug­lýsa, en með svo sterkri til­vís­an til vöru sem ekki er heim­ilt að aug­lýsa að í raun er verið að aug­lýsa þá vöru. Með því að aug­lýsa til­tekna vöru sé í raun verið að aug­lýsa aðra vöru. Þá virðist lög­gjöf­in skýr og nú­tíma­leg.“

Frum­varp Ögmund­ar

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnús­son út­varps­stjóri. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert