Ótrúlegt að sjá þetta

Á Fimmvörðuhálsi í kvöld, í seilingarfjarlægð frá hrauninu.
Á Fimmvörðuhálsi í kvöld, í seilingarfjarlægð frá hrauninu. mbl.is / Jónas Erlendsson

„Þetta er mikið sjón­arspil og ótrú­legt að sjá þetta,“ seg­ir Jón­as Er­lends­son frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins í Mýr­dal. Hann fór að gosstöðvun­um á Fimm­vörðuhálsi í kvöld og tók þessa mynd þar um kl. 20:30.

Jón­as var í hóp sem fór á staðinn á vélsleðum yfir Mýr­dals­jök­ul, en flest­ir sem fara á þess­ar slóðir hins veg­ar hina hefðbundnu leið upp frá Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um. Veg­ur­inn þar er hins veg­ar orðinn tor­fær vegna aur­bleytu og vegna mik­ils álags síðustu daga.

„Við vor­um um það bil 100 metra frá hraunjaðrin­um. Það var stór­kost­legt að sjá hraunið renna fram og eins fylgj­ast með gufu­mekk­in­um sem mynd­ast þar sem hraunelf­ur­inn renn­ur niður í Hrunagil,“ seg­ir Jón­as. Mik­il um­ferð var á gosstöðvun­um í kvöld, bæði meðal jeppa- og vélsleðamanna.

Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil.
Hraunelf­ur­inn renn­ur ofan í Hrunagil. mbl.is
Gufumökkur rýkur upp frá hrauninu þar sem það fellur niður …
Gufu­mökk­ur rýk­ur upp frá hraun­inu þar sem það fell­ur niður háa hlíð. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka