Óvæntur vorboði í Trékyllisvík

Heimasæturnar í Bæ. þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur …
Heimasæturnar í Bæ. þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur með ánni Vöndu og nýfædda lambhrútnum. mynd/Jón G. Guðjónsson

Þegar Gunnar  Dalkvist Guðjónsson, bóndi í Bæ í Trékyllisvík, kom í fjárhúsin í morgun til gjafa var ein ærin borin og karaði stolt stórt hvítt hrútlamb.

Ærin er fimm vetra og heitir Vanda. Fram kemur á vefnum Litlahjalla, að ekki sé annað vitað en að þetta sé fyrsta lambið sem kemur í heiminn í Árneshreppi í ár en hefðbundinn sauðburður hefst í maí. 

Litlihjalli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert