Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Full­trúi sjó­manna tek­ur áfram þátt í störf­um nefnd­ar full­trúa stjórn­valda og hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi um fisk­veiðistjórn­un­ina.

Sæv­ar Gunn­ars­son, formaður Sjó­manna­sam­taka Íslands, seg­ir að sjó­menn hafi lagst gegn svo­nefndu skötu­sels­frum­varpi og gagn­rýni stjórn­völd fyr­ir að vera að vasast í ein­hverj­um smáskammta­lækn­ing­um meðan þau ætl­ast til að verið sé að vinna að sátt í fisk­veiðistjórn­un­inni. Hins veg­ar muni full­trúi sjó­manna þó áfram taka þátt í störf­um nefnd­ar­inn­ar „nema eitt­hvað nýtt komi til". Á forsíðu Morg­un­blaðsins í dag var rangt farið með af­stöðu sjó­manna til nefnd­ar­starfs­ins.

Far­manna- og fiski­manna­sam­bandið tek­ur á næst­unni af­stöðu til áfram­hald­andi starfa í nefnd­inni. LÍÚ og Sam­tök fisk­vinnslu­stöðva hafa hætt störf­um í nefnd­inni.

Árni Bjarna­son, for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands­ins, seg­ir að skötu­selsákvæðið svo­kallaða, sem samþykkt var á Alþingi í vik­unni, sé í raun „prufu­keyrsla á fyrn­ing­ar­leið". Hann hyggst ræða við stjórn FFSÍ um að hætta þátt­töku í störf­um nefnd­ar ull­trúa stjórn­valda og hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi um fisk­veiðistjórn­un­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert