Ásgerður: Jafnvel mistök hjá mér

Ásgerður Flosadóttir
Ásgerður Flosadóttir

Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir í fréttatilkynningu að það megi vera að það hafi verið mistök hjá henni að taka ákveðna hópa fram fyrir. „Ég gat bara ekki horft uppá það, að ungu mæðurnar með börnin sín og eldra fólk, þyrfti frá að hverfa."
 
Yfirlýsing Ásgerðar í heild:

„Vegna fréttar í Fréttablaðinu í morgun um Fjölskylduhjálp Íslands, vil ég taka fram, að ég sagði aldrei í samtali mínu við blaðamann blaðsins, að hjá Fjölskylduhjálp Íslands væru útlendingar settir í eina biðröð og Íslendingar í aðra og að sú íslenska hefði forgang. 
 
Það eina sem fram kom í samtali mínu við blaðamanninn, var að mikil aðsókn hefði verið í mataraðstoðina í gær.  Til að bregðast við því, ákvað ég ásamt mínu samstarfsfólki, að taka einstæðar mæður og eldra fólk, óháð þjóðerni, framfyrir aðra.  Við höfum oft orðið vör við það, að fólk með ung börn og eldra fólk, sem þarf á aðstoð að halda, hefur  gefist uppá biðinni.  Þess vegna ákvað ég að fara þessa leið í gær.  Það sem skiptir þó öllu máli er sú staðreynd, að í gær fengu allir aðstoð, sem á þurftu að halda, 500 fjölskyldur.
 
Það má vera, að það hafi verið mistök hjá mér, að taka þennan hóp framfyrir.  Ég gat bara ekki horft uppá það, að ungu mæðurnar með börnin sín og eldra fólk, þyrfti frá að hverfa.   
 
Ég mun ekki leggja til að þetta verði gert aftur með þessum hætti.  Ég hef rætt við bæði Jórunni Frímannsdóttur  og Björk Vilhelmsdóttur í morgun og óskað eftir fundi með Velferðarráði Reykjavíkurborgar til að fara yfir reglurnar við úthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert