ASÍ segist svikið

Merki Alþýðusambands Íslands.
Merki Alþýðusambands Íslands.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) krefst þess að stjórnvöld leggi ekki síðar en um hádegi á mánudag fram frumvarp sem lögbindur greiðsluskyldu lífeyrissjóða og atvinnurekenda í starfsendurhæfingarsjóð. Hefur stjórn sambandsins sent ríkisstjórn Íslands bréf þess efnis.

Í stöðugleikasáttmálanum, sem undirritaður var í júní sl., hétu stjórnvöld því að á árinu 2009 yrði lögfest að atvinnulífið greiddi gjald í starfsendurhæfingarsjóð.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að á fundum sambandsins með stjórnvöldum í vikunni hafi ráðherrar fullyrt að ekki væri meirihluti fyrir slíkri breytingu meðal þingflokka stjórnarflokkanna.

Hann segir sambandið ekki sætta sig við að stjórnvöld standi ekki við gerða samninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert