Bíða eftir Íslendingum í Icesave

Heimasíða Icesave
Heimasíða Icesave Reuters

Bretar og Hollendingar segjast bíða eftir Íslendingum hvað varðar framhald Icesave-viðræðnanna, að því er Ríkisútvarpið hafði eftir Niels Redeker, talsmanni hollenska fjármálaráðherrans.

RÚV segir að Hollendingar vilji að frekari viðræður miðist við samningstextann frá því í október. Þeir vilja ekki að annað verði rætt en vextir og vaxtafrí og er sagt að Bretar séu sama sinnis.

Fréttastofa RÚV hefur upplýsingar erlendis frá um að Íslendingar hafi reynt að leita hófanna með viðræður um lagalegar hliðar málsins. Hvort Íslendingum beri að greiða það sem vantar í innistæðutryggingasjóð. Hollendingar og Bretar telji þau mál þegar vera til lykta leidd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert