„Eldflóðið steypist ofan hlíð“ við Eyjafjallajökul

Stórbrotin fegurð eldgossins á Fimmvörðuhálsi.
Stórbrotin fegurð eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson.

Eld­gosið á Fimm­vörðuhálsi hélt áfram af full­um krafti í gær. Úr gossprung­unni rísa eldsúl­ur sem eru allt að 300 metra háar og frá rót­um þeirra renn­ur hraunelf­ur­in fram og í átt að Hrunagili, þar sem hún steyp­ist niður þver­hnípt­an ham­ar­inn.

Meðal þeirra sem fóru á vett­vang goss­ins í gær var Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur sem er fremst á þess­ari mynd.

„Að skynja mátt nátt­úr­unn­ar og þá stór­brotnu feg­urð sem í eld­gos­inu felst ger­ir mann nán­ast magn­v­ana og auðmjúk­an gagn­vart höfuðskepn­un­um,“ sagði Ármann í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann tel­ur gosið vera stöðugt en fari þensla á gosstöðvun­um ekki að minnka megi bú­ast við langvar­andi elds­um­brot­um.

Sjá ít­ar­lega um­fjöll­un um eld­ana á Fimm­vörðuhálsi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert