Fordæma ákvörðun um mismunun

Fjölskylduhjálp Íslands mismunandi reglur fyrir fólk eftir þjóðerni.
Fjölskylduhjálp Íslands mismunandi reglur fyrir fólk eftir þjóðerni.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fordæma ákvörðun
Fjölskylduhjálparinnar um að mismuna fólki sem leitar til hennar. Samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar um mismunun eftir þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni. 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Á tímum sem þessum er mikil hætta á að neikvæð umræða skapist í kringum ákveðna hópa í samfélaginu og ber að forðast það. Á þenslutímanum unnu útlendingar þau störf sem þeim var sérstaklega boðið til landsins að vinna og greiddu meira til samfélagsins en þeir þáðu.

Erfitt væri að rökstyðja að skattar og greiðslur í atvinnuleysistryggingar eigi ekki að leiða til sömu réttinda og Íslendingar njóta góðs af.

Við viljum ekki umburðarlyndi gagnvart þeim sem svíkja velferðarkerfið eða misnota aðstoð hjálparsamtakanna, hvorki á meðal Íslendinga né útlendinga.

Við krefjumst hins vegar tillagna frá Fjölskylduhjálp hvernig þau geta
tryggt að engir skjólstæðingar þeirra misnoti kerfið, óháð uppruna eða
stöðu í samfélaginu.

Við krefjumst þess að mismunun, sem er brot við bæði íslensk og alþjóðleg lög, verði hætt tafarlaust. Við krefjumst þess einnig að yfirvöld og fyrirtæki sem styrkja Fjölskylduhjálpina taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi mismunun milli fólks á grundvelli uppruna eða ekki og hvort þau vilji endurskoða framlag sitt til góðgerðastofnana sem slíka mismunun stunda í þessu ljósi.

Á sama tíma lýsum við yfir ánægju yfir hversu skjótt margir brugðust við og ber þar að nefna borgarráð Reykjavíkur og félags- og
tryggingamálaráðherra sem lýstu yfir að slík brot gegn mannréttindum yrðu ekki liðin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert