Harðorður í garð félagsmálaráðherra

Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason
Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason Árni Sæberg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sakar ríkisstjórnina og þá einkum félagsmálaráðherra, Árna Pál Árnason, um að rjúfa áratuga langa sátt aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um samábyrgð á málefnum vinnumarkaðarins með stofnun Vinnumarkarðsstofnunar sem verður til með sameiningu Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins.

Þetta kemur fram í bréfi Gylfa til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Hugmyndir um þessa nýju stofnun hafa verið unnar án nokkurs samráðs við ASÍ eða aðra aðila vinnumarkaðarins, segir í bréfi Gylfa. 

„Ríkisstjórnin hefur með þessari ákvörðun slitið á öll formleg tengsl og aðkomu aðila vinnumarkaðarins að þeim verkefnum sem Vinnumarkaðsstofnun mun hafa með höndum.  Allt vald er fært í hendur ráðherra og forstjóra stofnunarinnar sem starfar í umboði ráðherra.   Samstarf og samábyrgð á málefnum vinnumarkaðarins hefur verið eitt af einkennum norræna velferðarkerfisins og jafnframt einn helsti styrkur þess, segir í bréfinu.  Þar kemur einnig fram að ASÍ muni aldrei sætt sig við þá stefnubreytingu yfirvalda sem með þessu er boðuð," segir í tilkynningu frá ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert