Mælt fyrir sanngirnisbótum á þingi

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælir fyrir frumvarpi um sanngirnisbætur á Alþingi í dag. Bæturnar eru til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

Í frumvarpinu segir að við ákvörðun fjárhæðar sanngirnisbóta skal tekið mið af dómaframkvæmd á sambærilegum sviðum. Bætur til einstaklings skulu aldrei vera hærri en sex milljónir króna en hámarkið breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Frumvarp um sanngirnisbætur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert