Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði

Ríkisvaldið þarf að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum að mati …
Ríkisvaldið þarf að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum að mati FA. Ernir Eyjólfsson

Fé­lag at­vinnu­rek­enda seg­ist standa við gerða kjara­samn­inga þrátt fyr­ir breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða. Fé­lagið tel­ur mik­il­vægt að stöðug­leiki ríki á vinnu­markaði, og það sé mik­il­vægt að fjár­fest­ing­ar­verk­efni, stór og smá, verði að veru­leika. Til þess þarf rík­is­stjórn­in að skapa hvetj­andi um­gjörð.

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að rík­is­valdið þurfi að vinna hraðar í op­in­ber­um fram­kvæmd­um. Aðal­fram­kvæmda­tími árs­ins sé að renna upp og of fá verk­efni hafa verið und­ir­bú­in. Skapa þurfi litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um um­hverfi til að vaxa og laða til sín fólk. Þá sé skatt­heimta á versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki kom­in út fyr­ir þol­mörk og tak­marki veru­lega getu fyr­ir­tækja til að bæta við sig fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka