Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði

Ríkisvaldið þarf að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum að mati …
Ríkisvaldið þarf að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum að mati FA. Ernir Eyjólfsson

Félag atvinnurekenda segist standa við gerða kjarasamninga þrátt fyrir breytingar á stjórn fiskveiða. Félagið telur mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði, og það sé mikilvægt að fjárfestingarverkefni, stór og smá, verði að veruleika. Til þess þarf ríkisstjórnin að skapa hvetjandi umgjörð.

Í tilkynningu frá félaginu segir að ríkisvaldið þurfi að vinna hraðar í opinberum framkvæmdum. Aðalframkvæmdatími ársins sé að renna upp og of fá verkefni hafa verið undirbúin. Skapa þurfi litlum og meðalstórum fyrirtækjum umhverfi til að vaxa og laða til sín fólk. Þá sé skattheimta á verslunar- og þjónustufyrirtæki komin út fyrir þolmörk og takmarki verulega getu fyrirtækja til að bæta við sig fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert