Mismunun litin alvarlegum augum

Sverrir Vilhelmsson

Mann­rétt­indaráð Reykjar­vík­ur­borg­ar lít­ur það al­var­leg­um aug­um að fólki sé mis­munað vegna upp­runa við matar­út­hlut­un hjálp­ar­sam­taka sem njóta styrkja borg­ar­inn­ar. Slíkt brýt­ur í bága við mann­rétt­inda­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar.Þetta kem­ur fram í álykt­un ráðsins vegna Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands.

Ásgerður Flosa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að það megi vera að það hafi verið mis­tök hjá henni að taka ákveðna hópa fram fyr­ir við út­hlut­un í gær.

Mann­rétt­indaráð hvet­ur til þess að mótaðar verði skýr­ari regl­ur á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar  í sam­ráði við þau sam­tök sem hljóta styrki frá borg­inni. Slík­ar regl­ur verða að fylgja mann­rétt­inda­stefnu borg­ar­inn­ar. Mann­rétt­indaráð mun hafa frum­kvæði að skip­un slíks starfs­hóps á næsta fundi sín­um, að því er seg­ir í bók­un ráðsins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert