Mismunun litin alvarlegum augum

Sverrir Vilhelmsson

Mannréttindaráð Reykjarvíkurborgar lítur það alvarlegum augum að fólki sé mismunað vegna uppruna við matarúthlutun hjálparsamtaka sem njóta styrkja borgarinnar. Slíkt brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.Þetta kemur fram í ályktun ráðsins vegna Fjölskylduhjálpar Íslands.

Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir í fréttatilkynningu að það megi vera að það hafi verið mistök hjá henni að taka ákveðna hópa fram fyrir við úthlutun í gær.

Mannréttindaráð hvetur til þess að mótaðar verði skýrari reglur á vegum Reykjavíkurborgar  í samráði við þau samtök sem hljóta styrki frá borginni. Slíkar reglur verða að fylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Mannréttindaráð mun hafa frumkvæði að skipun slíks starfshóps á næsta fundi sínum, að því er segir í bókun ráðsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert