Önnur áætlun AGS komi í apríl

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fundar með fulltrúum AGS í Washington.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fundar með fulltrúum AGS í Washington. Kristinn Ingvarsson

„Við verðum að sjá hvernig þessu vindur fram í kjölfarið. Það eru að koma mánaðamót og páskar þannig að við erum ekki að tala um nokkra daga í þessu efni. Að sjálfsögðu erum við að vonast til að þetta gerist mjög fljótt," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurður um hvenær raunhæft sé að ætla að önnur endurskoðun samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði samþykkt. Nú sé horft til apríl.

Steingrímur fundaði með fulltrúum Kína, Póllands, Japans, Bretlands, Sviss, Frakklands, Hollands og Bandaríkjanna í framkvæmdastjórn sjóðsins í Washington í gær, auk þess sem hann fundaði með Charles Collyns, aðstoðarráðherra á sviði alþjóðlegra fjármála í bandaríska fjármálaráðuneytinu.

Stíf fundahöld framundan

Fundalotan heldur áfram í dag en þá slæst Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í lið með Steingrími til fundar með Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra sjóðsins og öðrum fulltrúum hans.

Fyrr í vikunni funduðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna með breskum þingnefndum um Icesave. Aðspurður um fundina segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að fulltrúar fjárlaganefndar breska þingsins hafi lýst yfir þeirri skoðun sinni að þeir teldu ólíklegt að til tíðinda myndi draga í málinu fyrr en að loknum þingkosningunum 6. maí.

Nánar er fjallað um stöðuna í Icesave-deilunni í Morgunblaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert