Vinnuhópur samgönguráðherra sem fjallar um stórverkefni í vegagerð og hvernig háttað skuli ákvörðunum um einkaframkvæmd með veggjöldum, á að skila tillögum sínum fyrir lok þessa mánaðar.
Gert er ráð fyrir útboði vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar að Hveragerði á þessu ári, frá Hveragerði til Selfoss 2012 og austan Selfoss 2013. 1. áfangi Sundabrautar verði boðinn út 2014, tvöföldun Vesturlandsvegar 2013 og Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng fari í útboð á næsta ári.
Fram kemur að niðurstöðu úr viðræðum við borgaryfirvöld vegna byggingar samgöngumiðstöðvar er að vænta í þessari viku. „Hefst þá deiliskipulagstími sem tekur 100 daga,“ segir þar.Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.