Tíu prósent undir tekjumörkum

00:00
00:00

Áætla má að 31 þúsund manns lifi und­ir tekju­mörk­um á Íslandi, eða um 10 pró­sent þjóðar­inn­ar. Ísland stend­ur sig vel að þessu leyti sam­an­borið við aðrar Evr­ópuþjóðir.

Guðný Björk Ey­dal fé­lags­ráðgjafi hélt er­indi á ráðstefnu sem markaði upp­haf Evr­ópu­árs­ins gegn fá­tækt og hald­in var í Iðnó í dag. Í máli henn­ar kom fram að frá ár­inu 2004 hef­ur Ísland komið vel út í sam­ræmd­um mæl­ing­um á fá­tækt í Evr­ópu­lönd­um. Um tíu pró­sent þjóðar­inn­ar lifi hér und­ir tekju­mörk­um, sem er með því lægsta sem mæl­ist í Evr­ópu. Sam­bæri­leg­ar töl­ur séu á bil­inu tíu til tutt­ugu pró­sent í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Hún spyr hins veg­ar hvort það sé viðun­andi fyr­ir Íslend­inga að tíu pró­sent þjóðar­inn­ar lifi und­ir tekju­mörk­um eft­ir það góðæri sem hér ríkti á löngu tíma­bili. Þau tekju­mörk miða við 60 pró­sent af miðgildi tekna í land­inu og námu árið 2009 rúm­um 160 þúsund­um fyr­ir ein­stak­ling.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert