30 milljónir í verkefni kvenna

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mun í dag úthluta styrkjum til atvinnumála kvenna.

Að þessu sinni voru um 30 milljónir króna til úthlutunar og var sérstakur markhópur að þessu sinni atvinnulausar konur með viðskiptahugmynd, en 55 verkefni vítt og breitt um landið fá styrki afhenta í dag, að sögn Ásdísar Guðmundsdóttur hjá Vinnumálastofnun, sem vinnur að sérstöku átaksverkefni í atvinnumálum kvenna.

Styrkjum þessum hefur verið úthlutað frá árinu 1991 til fjölbreyttra verkefna kvenna um land allt.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert