Norðurlönd ágirnast íslenska lækna

Krepp­an set­ur mark sitt á manna­hald á Land­spít­ala. Lækn­ar hætta og flytj­ast úr landi. Þetta kem­ur fram á fundi Lækn­aráðs Land­spít­ala á Land­spít­al­an­um sem stend­ur nú yfir. Hann ber yf­ir­skrift­ina Mönn­un lækna – lækna­skort­ur.

Þor­björn Jóns­son, formaður lækn­aráðs Land­spít­al­ans, seg­ir lang­al­geng­ast að aðeins einn lækn­ir sæki um hverja stöðu – jafn­vel eng­inn. Þannig hafi staðan einnig verið fyr­ir kreppu. Staðan geti orði sú að inn­an ekki langs tíma verði lækn­ar of fáir á spít­al­an­um.

Birna Jóns­dótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, velti því fyr­ir sér hvort lækna­skort­ur verði á Íslandi. „Sam­kvæmt lög­um verða fé­lag­ar í lækna­fé­lagi  Íslands að taka laun sam­kvæmt kjara­samn­ingi.“ Fátítt sé að lækn­ar sem komi úr sér­fræðinámi fari beint í sjálf­stæðan rekst­ur.

„Þrátt fyr­ir það að við séum með hlut­falls­lega sam­bæri­leg­an fjölda lækna hér á við Norður­lönd­in hafa þeir skil­greint lækna­skort í sín­um lönd­um. Hingað hafa komið sendi­nefnd­ir og reynt að fá Lækna­fé­lagið til að hafa milli­göngu um að út­vega lækna á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir hún. Fé­lagið hafi ekki aðstoðað við slíkt.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu á morg­un

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert