Hraunstraumurinn beinist að Hvannárgili

Á myndinni, sem tekin var í dag, sést vel hvernig …
Á myndinni, sem tekin var í dag, sést vel hvernig hrauntaumurinn liggur frá gosstöðvunum og niður í Hrunagil. mynd/Guðni Hreinsson

Hraunstraumurinn er farinn að beinast að  Hvannárgili í Þórsmörk og vatn hefur aukist í jökulám á leiðinni inn í Þórsmörk, að sögn Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu og formanns almannavarnanefndar. Hann flaug yfir gosstöðvarnar í morgun ásamt fleirum úr almannavarnanefndinni.

Kjartan segir að hraunið sé ekki farið að renna í Hvannárgil en staðan verði metin síðar í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, mun fljúga yfir svæðið síðar í dag og verður haldinn fundur hjá almannavarnanefndinni á Hellu klukkan 18.  Öll umferð er bönnuð í Þórsmörk en einhverjir jarðvísindamenn eru þar að störfum nú. Fimmvörðuháls er lokaður vegna aurbleytu og verður lokaður áfram. Ákvörðun um hvort opnað verður fyrir umferð í Þórsmörk verður tekin á fundinum klukkan 18 en að sögn Kjartans er ljóst að ekki verður tekin nein áhætta varðandi það hvort almenningi verður heimilað að fara þangað.

Séð yfir eldgosið í gærkvöldi. Myndin er tekin af áhöfn …
Séð yfir eldgosið í gærkvöldi. Myndin er tekin af áhöfn TF-LÍF
Hraunstraumurinn er að færast í átt að Hvannárgili í Þórsmörk
Hraunstraumurinn er að færast í átt að Hvannárgili í Þórsmörk mbl.is/Rax
Almannavarnanefnd flaug yfir gosstöðvarnar í morgun
Almannavarnanefnd flaug yfir gosstöðvarnar í morgun mbl.is/Árni Sæberg
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi Ljósmynd áhöfn TF LÍF
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert