Miklar verðbreytingar hafa átt sér stað á eldsneytismarkaði á Íslandi undanfarið, einkum og sér í lagi á bensínmarkaði. Bensínlítrinn er ódýrastur hjá Orkunni á Miklubraut en þar kostar lítrinn 194,50 krónur. Hjá Atlantsolíu kostar lítrinn 195 krónur í Öskjuhlíð og við Sprengisand og sama verð á bensínlítranum hjá ÓB á Snorrabraut.
Hins vegar virðist verðstríð ríkja í Hafnarfirði þar sem lítill verðmunur er á milli stöðva. Þar blandast N1 inn í verðstríðið en hjá N1 á Reykjavíkurvegi kostar lítrinn af bensíni 196,50 krónur en algengt verð hjá N1 annars staðar er 205,90 krónur lítrinn.
Hjá Skeljungi er algengt verð á bensínlítranum 205,90 krónur líkt og hjá Olís. Orkan er í eigu sömu aðila og Skeljungur og ÓB í sömu eign og Olís.
Á vefnum GSM bensín er hægt að fylgjast með eldsneytisverði á Íslandi