Bjartsýnn eftir fund með Strauss-Kahn

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði eft­ir fund með Dom­in­ique Strauss-Khan, fram­kvæmda­tjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins,  að hann væri ágæt­lega bjart­sýnn á að stjórn sjóðsins muni af­greiða inn­an skamms tíma end­ur­skoðaða efna­hags­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins síðdeg­is en mbl.is hef­ur ekki náð tali af Stein­grími eft­ir fund­inn, sem hald­inn var í Washingt­on og Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, sat einnig.

Haft var eft­ir Stein­grími að hvorki staða Ices­a­ve-máls­ins né spurn­ing um lán frá Norður­lönd­un­um eigi að koma í veg fyr­ir end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un­inni.

Stein­grím­ur sagði við Morg­un­blaðið í dag eft­ir að hafa átt fundi með full­trú­um nokk­urra landa í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, að von­ir standi til að end­ur­skoðun­inni ljúki í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert