Rúman hálftíma tók fjóra slökkviliðsmenn að slökkva sinueld við Korpúlfsstaði í kvöld. Tvö til þrjú þúsund hektarar brunnu á túni við Bakkastaði. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt var talsverð handavinna að bera vatn að eldinum og berja hann niður með svo kölluðum klöppum. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir tíu í kvöld.
Slökkviliðið brýnir fyrir foreldrum og börnum að sinueldar séu ekkert til að leika sér með. Það setji þá slökkviliðsmenn sem þurfa að berjast við eldinn í hættu, auk þess sem alltaf sé möguleiki á að eldurinn berist í nærliggjandi byggingar og annan gróður.