Fáir en stærri skjálftar

Efst var hraunfossinn á við Háafoss, svo breiddi hann úr …
Efst var hraunfossinn á við Háafoss, svo breiddi hann úr sér og varð eins og tveir Dettifossar. Ómar Ragnarsson

Gosórói var jafn í nótt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Allt að tíu jarðskjálft­ar mæld­ust í nótt, sum­ir hverj­ir yfir tvö stig. Meðal ann­ars mæld­ust skjálft­ar í grennd við Kötlu. Að sögn jarðeðlis­fræðings er ekki búið að fara yfir þá né staðsetja með ná­kvæmni.

Skjálft­arn­ir sem mæld­ust í nótt og und­ir morg­un eru ívíð stærri en und­an­farna daga, frá 2-2,5 stig. 

Bergþóra Þor­bjarn­ar­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir rétt að sam­kvæmt skjálfta­vef­sjá Veður­stof­unn­ar hafi skjálft­ar mælst við Kötlu. Hún seg­ir það þó ekki hafa neina sér­staka þýðingu enn, enda ekki marg­ir það sem af er morgni. Afar náið er fylgst með gangi mála á svæðinu.

Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil.
Hraunelf­ur­inn renn­ur ofan í Hrunagil. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert