Nemendur í Hagaskóla afhentu tveimur góðgerðarsamtökum 1.016.000 krónur sem þau söfnuðu í góðgerðaátaki skólans, Gott mál, í marsmánuði. Samtökin Sóley og félagar og Vildarbörn Icelandair fá hvort um sig 508.000 krónur í styrk frá nemendum skólans.
Segir á vef Hagaskóla að söfnunin hafi farið fram úr björtustu vonum en söfnunin er hluti af þróunarverkefninu Vinátta, virðing og jafnrétti.